
Öryggisatriði
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað
við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem
hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að
stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Allir þráðlausir símar geta verið næmir fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á
virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á símanum nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota símann nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða
sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota símann þar sem verið er að sprengja.

11
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni.
Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Símtækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar
sem geymdar eru í símanum.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega,
einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARHRINGINGAR
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Styðja skal á
hætta-takkann eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og hverfa aftur að
upphafsskjánum. Neyðarnúmerið er valið og svo er stutt á hringitakkann. Gefa
skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
■ Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar á EGSM 900,
GSM 1800 og GSM 1900 símkerfum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.

12
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa
tækis.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera
kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur
valdið truflun eða hættu.
■ Sérþjónusta
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi.
Margar aðgerðir í þessu tæki eru háðar því að aðgerðir í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi
sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf getur verið á
sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu.
Þjónustuveitan getur þurft að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga
við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota
sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki
gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að
hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan kann að fela í sér breytingar á
valmyndarheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP
samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem textaboð, margmiðlunarboð,
hljóðskilaboð, spjallþjónustu, tölvupóst, viðverutengda tengiliði, Internet-þjónustu, niðurhal
efnis og forrita og samstillingu við Internet-miðlara, krefjast símkerfisstuðnings við þessa
tækni.
■ Samnýtt minni
Síminn er með tvö mismunandi minni. Eftirfarandi aðgerðir geta samnýtt fyrra minnið:
tengiliðir, textaboð, margmiðlunarboð (án viðhengja), spjallboð, hópar, raddmerki, dagbók

13
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.
og verkefni. Seinna minni er samnýtt af skrám sem vistaðar eru í
Gallerí
, viðhengjum
margmiðlunarboða, tölvupósti og Java
TM
-forritum. Notkun einnar eða fleiri þessara aðgerða
getur minnkað tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir sem samnýta minni. Til dæmis getur vistun
margra Java-forrita notað allt tiltækt minni. Tækið getur birt boð um að minnið sé fullt
þegar reynt er að nota aðgerð sem notar samnýtt minni. Þá skal eyða einhverjum
upplýsingum eða færslum sem eru geymdar í aðgerðunum sem samnýta minni áður en
haldið er áfram. Sumar aðgerðir, svo sem textaboð, geta fengið tiltekið magn af minni
úthlutað í viðbót við minni sem er samnýtt með öðrum aðgerðum.
■ Aukahlutir
Nokkur holl ráð varðandi fylgibúnað og aukahluti.
•
Alla aukahluti og fylgibúnað skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
•
Þegar aukahlutur eða fylgibúnaður er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki
leiðsluna.
•
Athuga skal reglulega hvort aukahlutir fyrir bíla séu vel festir og vinni rétt.
•
Uppsetningu flókinna aukahluta í bíla skal fela fagmönnum.

14
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.