
Myndavélarstillingar
Veldu
Valkost.
>
Stillingar
til að skilgreina eftirfarandi færibreytur fyrir myndir,
myndinnskot og myndavél:
Myndgæði
— til að tilgreina myndþjöppun eða gæði myndanna.
Því meiri sem gæði myndar eru því minni myndþjöppun. Því meiri sem myndgæðin
eru þeim mun meira minni er notað.
Myndastærð
— til að skilgreina upplausn eða stærð myndar.
Myndupplausn er fundin með því að margfalda fjölda láréttra punkta (breidd) með
fjölda lóðréttra punkta (hæð). Því meiri sem upplausnin er þeim meiri eru
myndgæðin.
Gæði myndinnskota
— veldu mikil, miðlungs eða lítil gæði. Mikil myndbandsgæði
nota mest minni.
Lengd myndinnskots
— veldu
Sjálfvalin
til að myndinnskot verði ekki lengra en
svo að hægt sé að senda það með MMS, eða veldu
Hámark
til að leyfa að tiltækt
minni sé notað fyrir myndinnskotið.
Myndavélarhljóð
— þegar það er virkt er spilaður tónn þegar tekin er mynd og
þegar sjálfv. tímamælir er settur í gang.
Sjálfvalið heiti
— til að tilgreina sjálfvalið heiti á myndir eða myndinnskot.
Notaðu fyrirfram tilgreint heiti eða sláðu inn heiti
Sjálfvalinn hamur
— Veldu
Venjuleg mynd
eða
Hreyfimynd
sem sjálfgefna stillingu
þegar
Myndavél
er gerð virk.

90
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.