
Innhringing móttekin
Stuttur tónn gefur til kynna innhringingu úr kallkerfi. Upplýsingar á borð við rás,
símanúmer eða gælunafn (sérþjónusta) þess sem hringir birtast á skjánum.
Þú getur annaðhvort svarað eða hafnað innhringingu frá einstaklingi ef símann er
þannig stilltur að hann láti vita af uppkalli frá einum aðila.
Þegar stutt er á hljóðhækkunartakkann á meðan sá sem hringir talar heyrist
biðtónn og
Í biðröð
birtist á skjánum. Styddu á hljóðhækkunartakkann og haltu
honum niðri og bíddu eftir því að hinn aðilinn ljúki máli sínu, þá getur þú talað.