Nokia 6111 - 16. Vefur

background image

16. Vefur

Þú getur fengið aðgang að ýmiss konar Internet-þjónustu í vafra símans.

Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi
og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.

Upplýsingar um mismunandi símafyrirtæki, verð og gjaldtöku og leiðbeiningar má
fá hjá þjónustuveitunni.

Með vafra símans geturðu skoðað síður hjá þjónustum sem nota WML (Wireless
Mark Up Language) eða XHTML (extensible HyperText Markup Language) á síðum
sínum. Útlit getur verið breytilegt eftir skjástærð. Hugsanlega er ekki hægt að
skoða allt efni Internet-síðna.