
Þráðlausa Bluetooth-tæknin
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth wireless technology Specification 1.1 og styður
eftirfarandi snið: SIM-aðgangssnið, OPP-snið (Object Push Profile), snið fyrir skráaflutning,
snið fyrir innhringitengingu, höfuðtólasnið, handfrjálst snið, snið fyrir þjónustu sem er í
boði, almennt aðgangssnið, snið fyrir raðtengi (serial port) og snið fyrir almenn
upplýsingaskipti. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni
skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga
hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.
Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á sumum stöðum. Kanna skal það hjá
yfirvöldum á staðnum eða þjónustuveitunni.
Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan
aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu rafhlöðunnar.

73
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.
Með þráðlausri Bluetooth-tækni er hægt að tengja símann við samhæft
Bluetooth-tæki sem er í innan við 10 metra fjarlægð. Þar sem tæki sem nota
Bluetooth-tækni hafa samskipti sín á milli með útvarpsbylgjum, þurfa síminn og
önnur tæki ekki að vera í beinni sjónlínu, enda þótt tengingin geti orðið fyrir
áhrifum vegna hindrana eins og veggja eða truflana frá öðrum raftækjum.