Innrauð tenging
Hægt er að nota símann til að senda og taka við gögnum um innrautt tengi (IR). Ef
nota á innrautt tengi verður tækið sem á að tengjast að vera IrDA-samhæft. Hægt
er að senda eða taka á móti gögnum úr samhæfum síma eða gagnatæki (t.d. tölvu)
um innrautt tengi símans.
Ekki beina innrauðum geisla að augum eða láta hann trufla önnur innrauð tæki. Tæki með
innrauðri tengingu eru leysitæki í flokki 1 (Class 1 laser products).
Þegar gögn eru flutt um innrauð tengi þarf að ganga úr skugga um að innrauð
tengi sendi- og móttökutækisins snúi hvort að öðru og að engar hindranir séu á
milli þeirra.
Ef gera á innrautt tengi símans virkt þannig að hægt sé að senda og taka á móti
gögnum skal velja
Valmynd
>
Stillingar
>
Tengimöguleikar
>
Innrautt
.
Slökkt er á innrauða tenginu með því að velja
Valmynd
>
Stillingar
>
Tengimöguleikar
>
Innrautt
. Þegar síminn birtir
Aftengja innrauða?
skaltu
velja
Já
.
Ef gagnaflutningur hefst ekki innan tveggja mínútna eftir að innrauða tengið er
gert virkt er tengingin rofin og því þarf að koma henni á aftur.
75
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.