
Pakkagögn
GPRS-tækni (General Packet Radio Service) er sérþjónusta sem gerir það kleift að
nota farsíma við að senda og taka á móti gögnum um net sem byggt er á
Internet-samskiptareglum (Internet Protocol, IP). GPRS er gagnaflutningsmáti
sem veitir þráðlausan aðgang að gagnakerfum eins og Interneti.
EGPRS (Enhanced GPRS) er svipað og GPRS en býður upp á hraðari tengingu.
Símafyrirtækið veitir upplýsingar um framboð á EGPRS og um
gagnasendingarhraða.
Forrit sem geta notað EGPRS eru MMS-, myndbandsstreymi, kallkerfi, vafri,
tölvupóstur, fjartengt SyncML, niðurhal Java-forrita af neti og PC-upphringing (til
dæmis Internet og tölvupóstur).
Athuga skal að þegar GPRS hefur verið valið sem gagnaflutningsmáti notar síminn
EGPRS í stað GPRS ef það er hægt í símkerfinu. Ekki er hægt að velja á milli EGPRS
og GPRS en í sumum forritum er hægt að velja um GPRS eða
GSM-gagnasend.
(CSD, Circuit Switched Data).